“Þegar hljóðbylgjurnar flæða í gegnum líkamann hreyfa þær við hverri frumu og jafna orkuflæði okkar”

  • Heilunarmeðferð

    Tónheilun & heilun. Ég vinn með heilun og tónheilunar hljóðfæri til að komast inn í orkukerfi líkamans, örva flæði og virkja heilunarmáttinn sem býr innra með þér. Orkuvinna með höndum og hljóðfærum.

    Meðferðin endar á tónbaði.

    Áhrifin era m.a. Djúpslökun, Innra ferðalag, andlegt ferðalag, losun á spennu og áföllum

    Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan.

    Mæli með að vera í þægilegum fatnaði en það þarf ekki að fara úr fötum. Gott að vera búin/n að borða en ekki of södd/sadddur. Eftir meðferðina er ákjósanlegt að þú hafir tíma til að vera með sjálfri/sjálfum þér í ró en áhrif meðferðarinar halda áfram að vinna inn í daginn og jafnvel nóttina á eftir. Mikilvægt að drekka vatn og borða heilnæma fæðu.

  • Andlitsmeðferð

    Andlitsnudd & Tónkvíslar á orkupunkta í andliti. Andlitsmeðferðin bætir húðheilsu. Eykur blóðflæði og getur dregið úr fínum línum. Styrkir andlitsvöðva en gefur þeim slaka í leiðinni. Dregur úr baugum, spennu í kringum augun og bjúgmyndun. Húðin verður bjartari og líflegri og rakamyndun verður meiri. Slakar á ennisvöðvum og mýkir línur á enni og á milli augnabúna.

    Meðferðin endar á infrared andlits maska og slökun.

    Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan.

    Gott að vera í flegnum bol eða hlýrabol eða jafnvel fara úr bol og vera á topp/brjóstahaldara svo ég hafi aðgengi að bringu og öxlum. Eftir meðferð er gott að drekka vatn út daginn og borða heilnæma fæðu.

    Infrared andlitsmaskinn frá BON CHARGE stuðlar að ljómandi yfirbragði húðarinnar. Hann er hannaður til að draga úr fínum línum og hrukkum og stuðlar að jafnari húðlit, stinnari og unglegri húð.

    Tónkvíslar senda hljóðbylgjur inn um orkupunktar í andliti sem eru hlið að undilagi húðarinnar.

    Ég nota líka nuddsteina úr OPAl frá Wild Grace. Steinninn er mótaður og hannaður sérstaklega til að draga úr þrota, minnka dökka bauga undir augunum og endurheimta unglegan ljóma húðarinnar.

  • Einkahópar

    Viltu koma með þinn hóp í nærandi samveru? Ég tek á móti ykkur í fallegu rými Swimslowstudios. Við fáum okkur te áður en við komum okkur fyrir á mjúkri dýnu með púða, teppi og augnhvílu. Njótum heilandi tónbaðs með gongi, kristalsskálum og fleiri töfrandi tónum. Þetta er orkuvinna sem stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. styður við aukinn lífskraft, innri ró,  svefngæði, útgeislun og vellíðan.

    Margir skemmtilegir veitingastaðir í nágrenninu sem gæti verið gaman að heimsækja að tónbaði loknu. Hafðu samband og við finnum tíma sem hentar þínum hópi. Það er mögulegt að ég komi til ykkar ef þess er óskað.

Hver er Vala Sólrún?

Ég bý að menntun í tónlist sem víóluleikari og tónskáld og útskrifaðist með BA og meistaragráður frá LHÍ 2013. Ég lærði Hljóðfræði og hljóðupptökur hjá SAE í London og síðar tónheilun hjá Acutonics, líka í Englandi. Þegar ég fann tónheilun fann ég lífskraft sem leysti úr læðingi nýjan heim fyrir mér og veröld mín stækkaði. Ég fann dulinn hluta af sjálfri mér og nýjan tilgang í lífinu en áhrifin breyttu mér til hins betra og innsæið sagði mér að gefa áfram töfrana sem ég hafði fundið en töfrar tónlistarinnar eru ótvíræðir og sama gildir um orkuvinnuna sem hefur þróast samhliða tónsköpun minni.

Ég hef bætt ýmsu við mig á leiðinni t.d. hef ég lært heilun, flotmeðferð Flothettu, sauna-gusu,
andlits og svæðanudd og er jógakennari.

Meðferðir eru um 60 mín og fara fram á nuddbekk í meðferðarrými
Swimslow Studio
Verð 20.000-25.000 kr.

Hóptímar eru um 60-90 mín. og fara fram í sal Swimslow Studio
Verð fer eftir stærð hópsins

Getur haft samband hér